Ökutæki lögreglunnar fá nýjar merkingar

Nýr Volvo V90 Cross Country með nýju litasamsetninguna í porti lögreglustöðvarinnar.

Til stendur að öll ökutæki lögreglunnar á Íslandi fái nýjar merkingar og verða þær í svipuðum dúr og gengur og gerist annars staðar í Evrópu. Eru þar bláir og gulir litir allsráðandi með lóðréttum línum og íslensku fánalitirnir munu þá falla út. Þegar er búið að merkja átta nýja bíla sem fara á landsbyggðina, en það eru Volvo V90 Cross Country í lögregluútgáfu frá framleiðanda. Einnig stendur til að stærri bílar lögreglunnar og einnig lögreglubifhjól verði í sömu litum.

Porche.is

You may also like...

Leave a Reply