Rafknúinn Hyundai Kona kynntur bráðlega

Hyunda Kona í rafmagnsútfærslu

Hyundai Motor Company mun kynna nýja borgarsportjepplinginn Kona í rafknúinni útfærslu í lok mánaðarins. Samkvæmt tilkynningu frá Hyundai Motor mun bíllinn hafa um 470 km drægni miðað við staðalinn WLTP sem er að taka við eldri stöðlum, þar á meðal evrópska staðlinum NEDC. WLTP stendur fyrir Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure sem verður innleiddur á öllum mörkuðum til að sömu gildi sjást alls staðar óháð mörkuðum.

Hyundai Motor hyggst bjóða rafbílinn Kona með fjölbreyttu vali á útbúnaði bæði hvað varðar afþreyingar- og öryggiskerfi en einnig hvað varðar aðstoðarkerfi við aksturinn. Kona verður fyrsti jepplingurinn á Evrópumarkaði sem boðinn verður í 100% rafdrifinn. Framleiðandinn mun kynnavbílinn nánar 27. febrúar, skömmu fyrir bílasýninguna í Genf sem hefst í byrjun mars. Rafknúinn Kona er væntanlegur til Hyundai á Íslandi síðla sumars eða á haustmánuðum 2018.

Porche.is

You may also like...

Leave a Reply