Tíu bílar í úrslit sem Heimsbíll ársins 2018

Range Rover Velar en annar bíla Land Rover á listanum.

Tilkynnt verður um hvaða bíll hlýtur titilinn Heimsbíll ársins 2018 á alþjóðlegu bílasýningunni í New York 28. mars næstkomandi. Fyrir nokkru var tilkynnt um hvaða bílar eru í úrslitum en þeir eru tíu af ýmsum gerðum. Land Rover er með tvo bíla á þessum lista, nýjan Discovery og Range Rover Velar en það eru fleiri fleiri fjórhjóladrifsbílar nú en áður. Einnig keppa BMW X3, Mazda CX-5 og Volvo XC60 til úrslita, en smájepplingarnir VW T-Roc og Kia Stinger eru einnig á lista. Auk þeirra náðu hinn glæsilegi Alfa Romeo Giulia inn auk nýs Nissan Leaf rafbílsins og Toyota Camry fjölskyldubílsins.

 

Porche.is

You may also like...

Leave a Reply