Ford Mustang Bullitt aftur á götuna

Bullitt bíllinn á sýningarsvæði Ford á Detroit bílasýningunni.

Ford Mustang í Bullitt útgáfu var frumsýndur á bílasýningunni í Detroit í vikunni, en þetta er í þriðja sinn sem að slík útgáfa kemur frá Ford verksmiðjunum síðan að Steve McQueen ók Fastback bílnum í samnefndri mynd. Meðal viðbóta í Bullitt bílnum eru sex stimpla bremsur að framan Torsen tregðulæsing, öflugri jafnvægisstöng að aftan og stærri vatnskassi fyrir fimm lítra V8 vélina. Meiri kæling er nauðsynleg vegna stækkaðs inntaks úr Shelby GT350 en breytingin skilar 475 hestöflum og meiri hámarkshraða, en Bullitt bíllinn nær 263 km hraða. Aðeins er sex gíra beinskipting í boði og tveir litir, grænn og svartur. Um helgina var fyrsti bíllinn seldur á sérstöku uppboði hjá Barrett-Jackson og fengust 300.000 dollarar fyrir gripinn, sem er talsvert meira en búist er við að bíllinn verður verðmerktur í sýningarsölum Ford, en ekki hefur verið tilkynnt um verð bílsins ennþá.

Ekki er mikill munur á útliti bílsins og GT bílsins og verður hann helst þekkjanlegur á græna litnum.

 

 

 

Porche.is

You may also like...

Leave a Reply