Rafskúter frá Honda með skiptanlegri rafhlöðu

Hægt er að skipta út rafhlöðunum í PCX á augabragði

Hingað til hefur ekki verið hægt að skipta út rafhlöðum í rafdrifnum ökutækjum en það mun þó vera að breytast. Honda frumsýndi í október framleiðsluútgáfu PCX rafskútersins en á raftækjasýningunni í Las Vegas á dögunum bætti merkið um betur og sýndi vörur sem að nota rafhlöður sem hægt er að hlaða í sérstakri hleðslustöð. Hægt er að skipta út rafhlöðunni í hleðslustöðinni fyrir þá sem er í farartækinu hverju sinni sem þýðir að stoppið tekur ekki lengri tíma en að fylla venjulegan bensíntank. Meðal þeirra farartækja sem notað geta rafhlöðurnar er tilraunaútgáfa fjórhjóls, sérstakt innahúsfarartæki sem kallast 3E-B18 og flytur farþegann um í sitjandi stöðu og svo auðvitað PCX rafskúterinn.

Honda PCX rafskúterinn var frumsýndur í framleiðsluútgáfu í október.

Sérstakar hleðslustöðvar

Hugmyndin er að setja upp hleðslustöðvar með mörgum rafhlöðum þar sem notandinn getur skipt út tómri rafhlöðu fyrir fulla með kreditkorti. Með stórum hleðslustöðvum segja tæknimenn Honda að hægt sé að nota þær eins og spennujafnara fyrir rafmagnsdreifikerfi því að þær myndu hlaða rafhlöðurnar þegar notkun er í lágmarki og jafnvel geta gefið frá sér rafmagn út í kerfið aftur þegar notkun er í hámarki. Til þess að þessi hugmynd Honda nái flugi er nauðsynlegt að fleiri framleiðendur taki upp rafhlöðutækni þeirra og vonandi í fleiri farartækjum einnig. Þótt að rafhlöður bíla séu ennþá of stórar fyrir þessa útfærslu er aldrei að vita hvað gerist á næstu árum og vonandi sjáum við stærri ökutæki geta nýtt sér tækni þessa, allavega er hér verið að stíga spor í rétta átt.

Hleðslustöð sem þessa má koma fyrir hvar sem er og þar getur notandinn einfaldlega skipt út tómri rafhlöðu fyrir fullhlaðna.

 

Porche.is

You may also like...

Leave a Reply