Benz X-Class frumsýndur á laugardag

Nýr Mercedes-Benz X-Class

Nýr Mercedes-Benz X-Class verður frumsýndur næstkomandi laugardag milli kl 12-16. Sýningin er haldin samtímis á tveimur stöðum, hjá Mercedes-Benz atvinnubílum á Fosshálsi 1 og Mercedes-Benz fólksbílum á Krókhálsi 11. Á Fosshálsi verður atvinnumönnum boðið að skoða vinnuþjarkinn X-Class og fá kynningu frá sérfræðingum Arctic Trucks í breyttum útgáfum af bílnum.

X-Class er byggður á sterkri grind úr hágæða stáli og það er nóg pláss á stórum pallinum fyrir allt sem þarf að flytja. Bíllinn getur borið yfir 1.000 kg áreynslulaust, eða dregið vagn með þyngd að 3,5 tonnum. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og með hátt og lágt drif sem nýtist sérlega vel fyrir erfiðar akstursaðstæður. X-Class kemur á 30 tommu dekkjum en Arctic Trucks mun í samstarfi við Öskju framkvæma 33 og 35 tommu breytingar á X-Class ef þess er óskað og mun fyrirtækið annast alla þjónustu fyrir þá kaupendur sem vilja slíkar breytingar.

Porche.is

You may also like...

Leave a Reply