Nú má loksins taka bílprófið á sjálfskiptan bíl

Ekki er lengur gerð krafa um að próftaki keyri beinskiptan bíl í bílprófi heldur má nú velja um hvort að bíllinn sé sjálfskiptur og takmarkast réttindin þá við sjálfskiptan bíl.

Breytingar á reglugerð um ökuskírteini hafa nú tekið gildi með reglugerð 1067/2017 en nú er frjálst val um að læra á sjálfskiptan bíl og taka próf á slíkan bíl með takmörkun í ökuskírteini. Ekki þarf lengur heilbrigðisástæður til þess, en sá sem velur þennan kost fær tákntöluna 78 í ökuskírteinið sem takmarkar ökuréttindin við sjálfskiptan bíl. Aflétta má þeirri takmörkun með því að standast próf í aksturshæfni á beinskiptan bíl. Tekin verða í notkun endurskoðuð eyðublöð fyrir umsókn um ökuskírteini í samræmi við þessar breytingar. Nemendur þurfa ekki að taka ákvörðun um hvort prófið er tekið fyrr en kemur að verklega prófinu. Þar geta umsækjendur valið um hvort próf sé tekið á sjálfskiptan eða beinskiptan bíl og mun prófdómari skrá upplýsingar þar um við töku á verklegu prófi. Ökuskírteinið verður síðan gefið út í samræmi við það. Nokkrir ökukennarar hafa hingað til boðið uppá kennslu á sjálfskipta bíla fyrir þá sem sóttu um slíkt vegna heilbrigðisástæðna en búast má við að fleiri ökukennarar bjóði nú uppá kennslu á sjálfskiptan bíl auk beinskipts sem væntanlega mun þýða meiri útgjöld fyrir þá kennara sem bjóða uppá slíkt.

Porche.is

You may also like...

Leave a Reply