Bílaumfjöllun á Íslandi á hverfanda hveli

Forsíða DV-bíla frá því snemma á öldinni og greinilega nóg um að vera.

Það er af sem áður var gæti einhverjum dottið í hug að segja í lok lesturs þessa pistils sem ritstjóri billinn.is ritar. Hann hefur velkst um í því umhverfi í næstum tvo áratugi og þekkir því “bransann” vel. Margt hefur breyst á síðustu 15-20 árum og bílablaðaefni ekki nærri því eins viðamikið og áður var. Eitt gott dæmi um það er hversu margir hafa það að aðalatvinnu að skrifa um bíla. Í dag eru það aðeins tveir aðilar, Finnur Thorlacius hjá Fréttablaðinu og visir.is og Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri FÍB blaðsins sem hafa bílaskrif að aðalstarfi. Um aldamótin voru það allavega sjö aðilar sem skrifuðu einungis eða að mestu leyti um bíla, þrír hjá DV og visir.is, tveir hjá Morgunblaðinu og einn hjá FÍB blaðinu og dagskrárgerðarmaður hjá Skjá einum. Auk þess var bílablaðamaður Viðskiptablaðsins í hálfu starfi við slík skrif. Á þeim gullaldartíma komu bílablöð með DV og Morgunblaðinu vikulega, oftar en ekki átta síður í hvert skipti og þaðan af meira. Þá voru gefin út tvö tímarit um bíla, FÍB blaðið og Bílar & Sport. Í dag er það aðeins FÍB blaðið sem lifir og bílasíður blaðanna eru fáar og með margra vikna millibili. Á meðan blöðin gáfu út bílasíður vikulega var hver einasti nýr bíll prófaður og einnig þegar nýir bílar fengu andlistlyftingu eða nýja vél. Þær síður sem bílablaðamenn þeirra fá úthlutað í dag dugar ekki einu sinni til að prófa og skrifa um alla nýja bíla í dag og vantar þar nokkuð uppá. Annað dæmi um hvernig ritstjórnarstefna blaðanna þá gagnvart þessu efni var sú staðreynd að blöðin sendu fulltrúa sína á báðar stærstu bílasýningar í Evrópu ár hvert. Nú fara bílablaðamenn blaðanna þangað aðeins í boði umboðanna. Já, það er af sem áður var…

Porche.is

Leave a Reply