Bíll frá Uber í sjálfstýriham lenti í árekstri

Mynd © Fresco News / Mark Beach

Sjálfkeyrandi bíll frá leigubílaþjónustu Uber lenti í óhappi á föstudaginn í Tempe, Arizona en mynd af atvikinu birtist á Twitter síður Fresco News í gær. Þetta er alvarlegasta slys Uber til þessa og hefur orðið til þess að fyrirtækið stöðvaði prófanir á sjálfkeyrandi bílum sínum í því fylki tímabundið. Myndin sýnir Volvo XC90 bíl Uber á hliðinni og annan bíl með beyglaða hlið og brotnar rúður. Enginn slasaðist alvarlega í atvikinum en bíll Uber var á sjálfstýringu þegar það gerðist. Að sögn talsmanns lögreglunnar í Tempe var óhappið ekki sök Uber bílsins og að hitt ökutækið hafi ekki virt stöðvunarskyldu. Atvikið mun þó án efa kynda undir þeirri umræðu um hvort að sjálfkeyrandi bílar séu fullkomnlega öruggir eða ekki. Í fyrra lést ökumaður Tesla rafbíls þegar bíllinn í sjálfstýriham lenti í árekstri við flutningabíl.

 

 

Porche.is

You may also like...

Leave a Reply