Týndi bíllinn úr Bullit finnst á ruslahaug í Mexíkó

Frá afhjúpun bílsins eftir uppgerð.

Tekist hefur að staðfesta að Ford Mustang 1968 sem fannst í bílakirkjugarði í Mexíkó er í raun og veru týndi bíllinn úr Bullit myndinni með Steve McQueen. Bíllinn fannst í fyrra af mexíkana með það frumlega nafn Hugo Sanchez, og hann var þá hvítur, ryðgaður og vélarlaus. Bíllinn var notaður fyrir áhættuatriði myndarinnar og var í raun og veru sendur á haugana eftir að tökum lauk, en einhvernvegin fór svo ekki. Hugo keypti bílinn til að gera eftirlíkingu af Eleanor úr myndinni “Gone in 60 Seconds” en þegar hið sanna kom í ljós breyttust þau áform. Samkvæmt gagnagrunni Marti Auto Works yfir alla Ford bíla sem smíðaðir hafa verið síðan 1967 er grindarnúmer bílsins hið sama og bílsins úr Bullit myndinni. Auk þess má sjá breytingar sem gerðar voru á bílnum fyrir myndina enn varðveittar, eins og styrkingar fyrir demparafestingar og holur í farangursrými sem voru fyrir rafmagnssnúrur tökuvélanna. Hinn bíllinn úr myndinni er í einkaeigu og hefur ekki komið fyrir almenningssjónir í aldarfjórðung svo að þessi bíll er happafengur fyrir alla Ford áhugamenn.

Heimild: Fox News

Porche.is

You may also like...

Leave a Reply