Sjálfkeyrandi kappakstursbíll frumsýndur í Barcelona

Robocar bíllinn í Barceliona. Mynd © Sam Christmas

Fyrsti sjálfkeyrandi kappakstursbíllinn var frumsýndur við hátíðlega athöfn á Mobile World ráðstefnunni í Barcelona í gær. Bíllinn kallast einfaldlega Robocar og er hannaður af sama aðila og hannaði farartækin fyrir framtíðarmyndirnar Tron Legacy og Oblivion. Sá sem fékk að mynda bílinn fyrstur allra var Íslandsvinurinn Sam Christmas og fékk billinn.is afnot af fyrstu myndunum. Að sögn Daniel Simon, yfirhönnuðar bílsins getur hann náð yfir 320 km hraða og notar radar, hraðaskynjara og myndavélar með gervigreind til að keyra. “Roborace verkefnið opnar nýjar víddir þar sem að mótorsportið mætir óstöðvandi vexti gervigreindarinnar” sagði Daniel. “Nvidia Drive PX2 tölvuheilinn í bílnum er fær um að reikna út 24 milljónir gervigreindaratriða á sekúndu” sagði Daniel ennfremur. Heilinn notar gervigreindina til að búa til 360 gráðu mynd af umhvefi sínu og reiknar út bestu aðgerðina hverju sinni. Rafmótorarnir í Robocar eru fjórir og skila 300 kW hver, en bíllinn er aðeins 975 kíló. Hvort að einhver kappaksturshetja fáist til að keppa við tölvubílinn líkt og Kasparov við skáktölvuna Deep Blue forðum á þó eftir að koma í ljós.

 

 

 

 

Porche.is

You may also like...

Leave a Reply