Hvaða nýir bílar koma árið 2017 – Annar hluti

Hér er listi yfir nýja bíla sem koma fram á sjónarsviðið í sumar. Ekki er víst að allir verði í boði hérlendis og hvort að nýtt Jagúar umboð verði tilbúið en þangað til annað kemur í ljós fá þeir að fljóta með.

Audi Q5

Líkt og í stóra bróðir Q7 eru útlitsbreytingar ekki miklar á nýjum Q5 en hann er samt alveg nýr bíll.

Kia Picanto

Með nýrri kynslóð verður Picanto aðeins fáanlegur sem fimm dyra bíll og hann fær líka meira innanrými.

Mercedes-Benz E-lína Coupé

Tveggja dyra útgáfa af nýrri E-línu er handan við hornið sem keppa á við 6-línu BMW.

Mercedes-Benz GLA

Smávægilegar breytingar á smájepplingnum til að líkjast meira A-línunni. AMG útgáfan fær 376 hestafla vél.

Porsche Panamera

Sex nýjar útgáfur af nýjum Panamera verða nú fáanlegar, einnig lúxusútgáfa með meira hjólhafi.

Skoda Kodiaq Scout

Torfæruútgáfa Kodiaq fær fjórhjóladrif, meiri undirakstursvörn og Off-Road Assist pakka.

Skoda Octavia vRS 245

Með breytingum á tveggja lítra forþjöppubensínvélinni fær vRS 15 hestöfl í viðbót við fyrri gerð.

Toyota Yaris

Smávægilegar andlisbreytingar á smábílnum vinsæla auk nýrrar vélar.

Renault Scénic Hybrid Assist

Sem viðbót við dCi 110 dísilvélina fær fjölskyldubíllinn 10 kW rafmótor, einnig í sjö sæta útgáfunni. Með því lækkar CO2 mengun niður í 92 g/km.

Fiat 500L

Smávægilegar breytingar á jepplingnum vinsæla til að líkjast meira 500 bílnum.

Renault Mégane Hybrid Assist

Sama viðbót af rafmótor og í Scénic.

Volkswagen Arteon

Arteon tekur við af CC og er lengri, með meira farangursrými og fótarými afturí en fyrirrennarinn.

Skoda Citigo

Minni háttar breytingar á smábílnum eru aðallega á innri búnaði og tæknibúnaði.

Skoda Rapid

Bæði stallbakur og langbakur fá breytingar á innra sem ytra byrði.

Suzuki Swift

Nýjasta útgáfa smábílsins vinsæla verður einnig fáanleg sem Swift Sport.

Opel Insignia

Insignia er betri í öllum útgáfum sínu, Grand Sport, Sport Tourer og Country Tourer.

BMW 4-lína

Cúpubakurinn fær andlitslyftingu með nýjum stuðurum og nýjasat tæknibúnaði í káetunni.

BMW M4

Sportbíllinn fær nýjan framenda, endurhannaða vindskeið og díóðuljós allan hringinn.

Citroen C3 Picasso

Fjölnotaútgáfa C3 bílsins sækir útlit sitt til C3 bílsins en með mun betra rými.

Jagúar XF Sportbrake

Önnur kynslóð XF bílsins kemur nú í langbaksútgáfu með sömu vélum.

Kia Soul EV

Rafbíllinn Soul fær meiri drægni með nýrri rafhlöðu.

Mazda CX-5

Önnur kynslóð jepplingsins verður með sömu vélar og fyrri kynslóð en með meiri áherslu á þægindi innandyra.

Mercedes-Benz E-lína All Terrain

Langbaksútgáfa E-línu með meiri veghæð, fjórhjóladrif og stærri dekk.

Renault Koleos

Byggir á sama undirvagni og Renault Kadjar og Nissan Qashqai. Kemur með tveimur dísilvélum og tveimur bensínvélum, 128 til 173 hestafla.

Opel Crossland X

Lítill jepplingur sem leysir Meriva MPV fjölnotabílinn af hólmi.

Porche.is

You may also like...

Leave a Reply