Hvaða nýir bílar koma árið 2017? – Fyrsti hluti

Það langar alla að vita hvað er handan við hornið í bílageiranum og hér erum við að koma til móts við forvitna lesendur. Eftirtaldir bílar eru væntanlegir með vorinu og fljótlega birtum við líka þá bíla sem koma seinna á árinu.

BMW 5-lína

Ný 5-lína verður fáanleg sem stallbakur eða langbakur strax frá kynningu hans. Hann verður fullur af tækninýjungum eins og sjálfstýribúnaði og mun léttar undirvagni sem mun minnka eyðslu bílsins. Búast má við að hann hækki aðeins í verði en grunnbúnaður verður meiri í staðinn.

Dacia Duster

Duster fær andlitslyftingu í vor og hann fær líka nýja 1,2 lítra vél með forþjöppu auk nýrrar sjálfskiptingar með tveimur kúplingum sem er í fyrsta skipti í boði í Dacia bíl.

Isuzu D-Max

Pallbíllinn fær andlitslyftingu og meiri búnað til að keppa við sífellt betur búna pallbíla frá öðrum framleiðendum.

Kia Rio

Nýr Kia Rio fær meiri búnað og áætlar Kia að hann muni auka sölu sína um þriðjung í Evrópu með þessum nýja bíl.

Land Rover Discovery

Fimmta kynslóð Discovery jeppans er stærri og rúmbetri en áður en líka hraðskreiðari, léttari og eyðsluminni en fyrri kynslóð. Vélarnar verða tveggja og þriggja lítra dísilvélar og tveggja lítra bensínvél. Hann mun engu tapa í torfærugetu sinni, fær meiri veghæð og 900 mm vaðdýpt.

Peugeot 5008

Nýr Peugeot 5008 fær meira jepplingsútlit.

Volvo V90 Cross Country

Líkt og áður verður V90 einnig fáanlegur í hækkaðri Cross Country útgáfu með vorinu.

Subaru BRZ

Með nýrri andlitslyftingu fær sportbíllinn betra loftflæði en hann verður þó aðeins í einni útgáfu eins og áður.

Subaru Levorg

Levorg fær smávægilegar útlitsbreytingar, aðallega innandyra.

Volkswagen Golf

Vinsæli hlaðbakurinn fær andlitslyftingu áður en áttunda kynslóðin kemur fram á sjónarsviðið árið 2019. Hann fær nýja innréttingu og alveg nýja 1,5 lítra bensínvél með forþjöppu. Einnig verður meiri búnaður í nýjum Golf.

Honda Civic

Nýr Civic hefur gengið í gegnum miklar breytingar og tvær bensínvélar og ein dísilvél verða í boði í nýjum Civic.

Hyundai i30

Nú í sinni þriðju kynslóð fær þessi fjölskyldubíll hefðbundnara útlit.

Jagúar F-Type

Smávægilegar breytingar á útliti eru á þessari andlitslyftingu á F-Type sportbílnum. Auk þess verður ný fjögurra strokka vél með forþjöppu í boði sem skilar 300 hestöflum.

Nissan Micra

Nissan ætlar sér að endurhanna smábílinn með þessum alveg nýja bíl.

Renault Captur

Smájepplingurinn fær andlitslyftingu til að keppa á þessum ört stækkandi markaði.

Skoda Octavia

Ný tvískipt aðalljós eru meðal helstu breytinga á þessari andlitslyftingu Octavía.

Toyota Prius Plug-in Hybrid

Enn djarfara útlit og aðeins 1,4 lítrar á hundraðið og 32 g/km af CO2 eru meðal helstu staðreynda um nýjan Prius tengiltvinnbíl.

Volkswagen e-Golf

Meðal helstu breytinga á nýjum e-Golf er 50% meiri drægni auk meiri hröðunar, þökk sé nýrri rafhlöðu.

Skoda Kodiaq

Stóri jepplingur Skoda verður bæði í boði með fimm eða sjö sætum og verður með mesta farangursrýmið í flokknum. Vélarnar verða tvær tveggja lítra dísilvélar, tvær 1,4 lítra bensínvélar og tveggja lítra bensínvél.

Porche.is

You may also like...

Leave a Reply