Faraday frumsýnir FF91 með myndum úr íslenskri náttúru

screen-shot-2017-01-05-at-15-19-55Faraday Future kynnti loksins framleiðslubíl sinn í Las Vegas 3. janúar síðastliðinn en bíllinn kallast opinberlega FF91. Bílnum er settur til höfuðs Tesla Model X og er nokkurs kona jeppi og því þarf það ekki að koma á óvart að sumar kynningarmyndirnar voru af bílnum í íslenskri náttúru. Einungis 300 eintök verða framleidd og koma fyrstu eintökin á götuna á næsta ári. Fyrirtækið er í eigu kínversks auðjöfurs og mun hluti af söluandvirði hvers bíls renna til umhverfismála. Rafgeymirinn í FF91 er hvorki meira né minna en 130 kílówattstundir sem þýðir að drægnin er 608 kílómetrar. Rafmótorinn skilar 1050 hestöflum og upptakið frá 0100 km er aðeins 2,39 sekúndur sem er undir tíma Tesla Model S P100D. Bíllinn verður tengdur snjallsíma ökumannsins og mun til dæmis aðeins opnast gegnum snjallsímann. Að sjálfsögðu er hann sjálfkeyrandi, með 10 myndavélum allan hringinn, 13 radarmyndavélum og 12 hátíðniskynjurum.

screen-shot-2017-01-05-at-15-21-42 screen-shot-2017-01-05-at-15-22-03

Porche.is

You may also like...

Leave a Reply