Volvo S60 Polestar í sýningarsal Brimborgar

Screen shot 2016-08-25 at 23.27.45Í dag kom sportbíllinn Volvo S60 Polestar í sýningarsal Brimborgar, en hann er með tveggja lítra, 367 hestafla bensínvél með forþjöppu og blásara. Togkrafturinn er 470 Newtonmetrar og hann er með átta þrepa sjálfskiptingingu. Borg Warner fjórhjóladrif tryggir að hann er límdur við götuna enda er upptakið litlar 4,7 sekúndur í hundraðið, og í tvöhundruð fer hann á 17,2 sekúndum. Bílar eins og þessi eru auðvitað ekki ókeypis en verðið er 9.490.000 kr. Það ætti þó ekki að stoppa áhugasama kaupendur enda talsvert um að menn versli sér bíla í þessum flokki þessa dagana eins og sjá má á sölutölum.

Porche.is

You may also like...

Leave a Reply