Lexus frumsýnir nýjan brautarbíl á Goodwood

Screen shot 2016-06-22 at 09.32.39Lexus mun frumsýna nýjan brautarbíl, Lexus RC F GT á Goodwood Festival of Speed samkomunni um næstu helgi. Einnig munu þeir sýna LC 500 Coupé við sama tækifæri. Nýi brautarbíllinn er mitt á milli RC F framleiðslubílsins og RC F GT3 keppnisbílsins, en hann er 360 kílóum léttari en RC F. Hann er með sömu fimm lítra V8 vélina og átta þrepa sjálfskiptingu en fær meira afl, meðal annars með keppnispústkerfi. Munur á þyngd mun þýða að tími GT bílsins í hundraðið verður umtalsvert betri en þær 4,5 sekúndur sem að RC F er að ná því, en áhorfendur á Goodwood munu fá að sjá bílinn í akstri.

 

Porche.is

You may also like...

Leave a Reply