Porsche 911 fær vélina fram í miðjan bíl í Daytona

Screen shot 2016-05-13 at 09.24.37Menn geta spurt sig hvenær bíll er ekki lengur sami bíllinn, eins og þegar Porsche vill færa vél 911 bílsins fram í miðjan bíl. Er þá um sama bílinn eða alveg nýjan bíl að ræða? Auto Motor und Sport í Þýskalandi spurði þessarar spurningar þegar þýski sportbílaframleiðandinn fékk nýlega leyfi FIA til að gera þessa breytingu á 911 RSR bílnum fyrir 24 tíma keppnina á Daytona í janúar á næsta ári. Til stóð að nota 918 Spyder bílinn en hætt var snarlega við þá áætlum þegar í ljós kom hvað það kostaði að skipta út hestum í keppninni. Eftir verður spurningin hvort að Porsche  sé að þróa nýja útgáfu af bílnum fyrir almennan markað, ef hægt er að kalla markað ofurbíla því nafni. Allavega hefur Porsche ekki birt neinar myndir af afturenda bílins enn sem komið er.

 

Porche.is

You may also like...

Leave a Reply