Ítalska herlögreglan fær 500 hestafla ofurölfur

Screen shot 2016-05-12 at 20.16.50Við sögðum um daginn frá nýjum Alfa Romeo Giulia Quadrifoglio sem nær 307 km hraða og skilar 510 hestöflum. Ítalska herlögreglan Arma dei Carabinieri var fljót að stökkva á tvö eintök af þessum ofurbíl sem verða aðallega notuð til að fylgja VIP gestum. Herlögreglan er reyndar að taka við nokkrum fleirum bílum frá Fiat Chrysler Automobiles, eða 800 nánar tiltekið. Munu þeir vera af bæði Jeep og Alfa Romeo gerðum. Herlögreglan er þekkt fyrir að nota flotta bíla í þjónustu sinni en meðal þeirra hafa verið Lotus Evora S og Lamborghini Gallado og Huracán.

 

Porche.is

You may also like...

Leave a Reply