Nýr Alfa Romeo borðar BMW M3 í morgunmat

Screen shot 2016-05-10 at 18.02.12Alfa Romeo hefur nú frumsýnt bíl sem gæti velgt BMW M3 og álíka bílum verulega undir uggum. Hann heitir því þjála nafni Alfa Romeo Giulia Quadrifoglio Verde sem þýðist sem fjögurra laufa smári. Hann er knúinn áfram af vél sem fær innblástur frá vélarhönnuðum Ferrari en hún er 2,9 lítra V6 með tveimur forþjöppum. Aflið er tilkomumikið en hún skilar 503 hestöflum og 600 Newtonmetrum af togi og skilar honum í hundraðið á aðeins 3,9 sekúndum. Hann er líka án hraðatakmarkara og nær 305 kílómetra hraða á klukkustund. Þar sem að hurðir og bretti bílsins eru úr áli og vélarhlíf og þak úr koltrefjum er þyngd bílsins aðeins 1.524 kíló og því er hann með besta hlutfall afls miðað við þyngd í flokknum. Stýrið snýst aðeins tvo hringi svo að hann ætti að vera næmur í stýri og fjöðrunin er tvöföld klafafjörðun að framan og fjölliða að aftan. Hvort að nýtt Fiat umboð flytji inn Alfa Romeo bíla eins og þennan á þó eftir að koma í ljós.

Porche.is

You may also like...

Leave a Reply