Fiat Chrysler innkallar 1,1 milljón bíla vegna rafskiptingar

Screen shot 2016-04-22 at 23.08.13Fiat Chrysler ætlar að innkalla 1,1 milljón jeppa, jepplinga og skutbíla með rafmagnsskiptingu þar sem að sumir bílstjórar þeirra gleyma að setja bílinn í stöðustillingu (Park). Innköllunin nær meðal annars til 811.586 Jeep Grand Cherokee bíla af árgerðinni 2014-15 og 2012-14 árgerða Dodge Charger og Chrysler 300. Innköllunin nær til 52.144 bíla í Kanada, 16.805 bíla í Mexíkó og 248.667 bíla utan Norður-Ameríku svo að gera má ráð fyrir að einhverjir bílar hér á Íslandi falli undir þessa innköllun. Talið er að rekja megi 41 slys til þessa “galla” í hönnun bílsins.

 

Porche.is

You may also like...

Leave a Reply