Nýr BMW X5 í pípunum strax á næsta ári

Screen shot 2016-04-17 at 21.12.38Þrátt fyrir að aðeins séu þrjú ár síðan ný kynslóð X5 kom á markað er útlit fyrir að ævi hans verði stutt því að orðrómur er um að nýs X5 sé að vænta strax á næsta ári. Ástæðan er tvíþætt en nýr X5 notar sama undirvagn og væntanlegur X7, en auk þess er mikillar samkeppni að vænta frá öllum áttum eins og í Jaguar F-Pace, Maserati Levante og næstu kynslóð Porsche Cayenne. Nýr X5 verður fáanlegur bæði sem fjórhjóladrifinn og afturdrifinn eingöngu. Vélarnar verða þriggja lítra línusexa, V8 með tveimur forþjöppum og sex lítra V12. Einnig má vænta tengiltvinnútgáfu mjög fljótlega eftir að hann kemur á markað. Nýr X7 verður alveg nýr bíll og verður líklega bæði fáanlegur sem 7 sæta eða sem fjögurra sæta lúxusbíll.

Porche.is

You may also like...

Leave a Reply