• Uncategorized

McLaren með áætlanir um lítinn F1 bíl

Ron Dennis, stjórnarformaður McLaren, hefur gefið sterklega í skyn að félagið hyggist ráðast í nýtt og áhugavert verkefni innan tíðar. Félagið horfir þar til ofurbíls og hyggst þar feta í fótspor Mercedes McLaren SLR bílsins sem hefur selst vel. gert er ráð fyrir að söluverð bílsins verði á milli 100.000 og 150.000 pund eða um 13 til 20 milljónir króna.

Að sögn Dennis kviknaði hugmyndin þegar hann var að aka bílum keppinautanna þegar verið var að undirbúa framleiðslu SLR bílsins. “Það sem kom mér á óvart var hve margir bílar í þeim hópi voru slakir. Þá fengum við þá hugmynd að reyna að gera betur sjálfir,” sagði Dennis í nýlegu samtali við The Times. Hann tók þó fram að McLaren væri á byrjunarreit, langt væri í að hönnun bílsins væri lokið

Porche.is

You may also like...

1 Response

  1. Jack Daniels says:

    Væri fróðlegt að sjá hvað þessi mundi kosta hérna 😛